Eitraða ættarmótið

Punktar

Ættarmót Framsóknar hófst með, að formaður framkvæmdastjórnar neitaði að veita ræðutíma fyrir forsætisráðherra. Sigmundur sagði bara fundi slitið og rauk út. Eftirsitjandi stjórnarmenn héldu þó áfram fundi. Útkoman varð, að Sigurður Ingi forsætis fékk kortér, en formaðurinn klukkutíma. Þegar röðin kom að Sigurði, létu Sigmundarmenn skrúfa fyrir útsendinguna. Í ræðum sumra félagsformanna kom fram hvöss gagnrýni á Sigmund Davíð, meðal annars frá Ásmundi Daða. Hann var fyrir skömmu aðstoðarmaður hans. Sigmundur lýsti þó framsóknarfundinum sem eins konar ættarmóti. Það hefur greinilega verið eitrað ættarmót klofinnar ættar.