Eitraðir verkalýðsrekendur

Punktar

Lífeyrissjóðir landsmanna eitra stéttarfélög og Alþýðusambandið. Magnar græðgi verkalýðsrekenda og magnar hungur þeirra í stjórnarsetu í lífeyrissjóðum og fyrirtækjum sjóðanna. Þar sitja þeir með atvinnurekendum og spila rúlettu á fjármálamarkaði. Yfirleitt með skelfilegum afleiðingum fyrir sparifé okkar. Fjárfestingarfyrirtæki sjóðanna taka yfirleitt stranga afstöðu gegn hagsmunum almennings og starfsmanna. Þau eitra hugarfar verkalýðsrekenda, sem fá glýju í augun, þegar þeir horfa ofan í koníaksglasið á fundum. Fjárfestingarfyrirtækin hafa farið mjög illa með peninga og eyðilagt hugmyndafræði kjarabaráttunnar.