Af 126 vörum Mjólkursamsölunnar eru bara 20 ósykraðar. Gunnar Smári Egilsson bendir í fésbók á, að af þessum 20 er bara ein frambærileg. Það er lífræna mjókin úr Kjósinni, að vísu gerilsneydd, en ekki fitusprengd. Hinar nítján sykurlausu vörurnar eru á ýmsan hátt litlu eða engu skárri en þær sykruðu. Mjókurvörur koma frá kúm, sem aldrei komast úr fjósi og eru fóðraðar á iðnaðarvörum. Skyr og mysa eru framleidd á rangan hátt, enda hefur súrmatur versnað. G-vörurnar kallar Gunnar Smári málningu fremur en mat. Og ýmsar ósykruðu afurðanna eru bara kemískar eftirlíkingar á hefðbundnum matvælum.