Hækkandi sól Vinstri grænna gefur von um, að lokið sé valdaskeiði bófaflokksins. Það eitt mundi nægja til gleðjast yfir kosningunum í lok mánaðarins. Aðkoma Sjálfstæðisflokksins að pólitík snýst ekki um hana, heldur um herfang. Ekki er mark á einu orði takandi í stefnu bófaflokksins, hann hefur allt annað í huga. Að öðru leyti er ekki búið að innleiða neitt himnaríki á vegum Vinstri grænna. Flokkurinn er að mörgu leyti íhald í þjónustu kvótagreifa og vinnslustöðva. Og efast um nýja stjórnarskrá. Eins og oft verður ekki við öllu séð. Vinstri græn eru stór bati að lokinni bófastjórn. Stundum sættist þú við eitt skref í einu.