Ekki á að þurfa 6-9 mánuði til að ná nýju stjórnarskránni gegnum nýtt alþingi og fá samþykkt þjóðaratkvæði um aðild að Evrópu. Fimmflokkurinn mun að vísu beita málþófi aldarinnar gegn stjórnarskránni og tefla fram tugum lagatækna utan þings. Píratar þurfa bara að standa af sér þann storm og keyra á þetta eina mál. Auðvitað þarf jafnframt að leggja fram ýmis önnur þingmál og þar eru fjárlög mikilvægust, svo og uppboð á kvóta og upprisa Landspítalans. En ekki má láta slík mál tefja fyrir stjórnarskránni. Strax eftir kosningar þarf að hefja sumarþing og leggja fram stjórnarskrána, sem nú þegar bíður tilbúin og staðfest í þjóðaratkvæði. Síðan þarf duglega verkstjórn, sem takmarkar samanlagðan ræðutíma við 100 klukkutíma. Eitt sumarþing nægir, kosningar að hausti og nýtt þing fjallar um fjárlagafrumvarpið.