Eitthvað er að verðinu

Veitingar

Ef ég keypti dýrasta hráefni í mat, kostaði það 1800 krónur á mann. Það væru nautalundir, rækjur, silungshrogn, grafinn skarfur, niðurlögð loðna, stilton ostur og vínber. Þetta er allt mjög einfalt í eldhúsi og bragðið svakalega gott. Ég væri kortér að matbúa og kortér að sinna uppþvottavél. Færi ég út að borða, mundi þriréttað kosta yfir 9000 krónur á mann í fínustu matarhúsum borgarinnar. Ef ég væri með þrjá í mat heima hjá mér, mundu vinnulaun mín samkvæmt því nema rúmlega 20.000 krónum á hálftímann. Er nokkur furða, þótt fólk fari nánast ekki út að borða á fínu staðina? Eitthvað er að verðinu.