Eitur frá Afganistan

Punktar

Reuters-fréttastofan segir í ýmsum fjölmiðlum, að ópíumframleiðslan í Afganistan hafi slegið öll fyrri met eftir mikla lægð á valdadögum Talibana, sem voru andvígir fíkniefnum. Í skjóli innlendra herstjóra, svo og hernáms Bandaríkjanna og bandamanna þeirra, er hún orðin hin mesta í heiminum, meiri en í Burma og Laos. Þetta er haft eftir Antonio Maria Costa, framkvæmdastjóra fíkniefna- og glæpastofu Sameinuðu þjóðanna í Vínarborg. Ópíum er flutt til Evrópu og notað við framleiðslu á heróíni.