Þegar ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins klippti bankana í erlenda og innlenda starfsemi, var tekin mikil áhætta. Nú er komið í ljós, að nýju bankarnir á innlendum markaði standa á brauðfótum. Lánardrottnar gömlu bankanna herða líka kröfur sínar um aukinn ríkisstuðning. Það fer saman við dularfulla óskhyggju pólitíkusa um erlent eignarhald. Þetta tvennt getur hæglega leitt til, að ríkið fari að kasta góðum peningum eftir vondum. Með einhverjum hætti þarf að hindra pólitíkusa í að halda áfram að brenna peninga á þennan hátt. Nauðsynlegt er, að þá hætti að dreyma um erlent eignarhald bankanna.