Eiturgufur höfuðborgar

Punktar

Brennisteinstvíoxíð er orðið vandamál í nágrenni varmaorkuvera. Stálmöstur stóru raforkulínanna tærast óeðlilega hratt í nágrenni orkuversins við Kolviðarhól. Orkuveitan hefur lengi látið undir höfuð leggjast að fylgjast í alvöru með því umhverfisslysi. Fnyk af brennsteinstvíoxíði leggur þaðan til höfuðborgarsvæðisins og bætist þar við brennisteinsvetni, sem leggur frá álverinu í Straumsvík. Bilanir eru að byrja í tölvubúnaði vegna tæringar. Mengun af þessu eitri er margfalt meiri og hættulegri í Reykjavík en í öðrum borgum heimsins. Við erum andvana á leiðinni til stórfellds heilsutjóns.