Fjórum dögum fyrir kosningar lofaði Sigmundur Davíð skuldalagfæringu strax. Strax. Hálfu ári eftir kosningar er ekkert vitað um fyrir hverja eða hversu mikla. Ekkert. Hálfu ári eftir kosningar er ekkert vitað um, hvenær hún kemur eða hvernig hún á að gerast. Ekkert. Hálfu ári eftir kosningar er ekkert vitað um, hvert er tímabil svonefnds forsendubrests eða hver á að borga súpuna. Ekkert. Grunur leikur á, að það verði gert með bókhaldsfölsun, seðlaprentun og verðbólgu. Málið er mesti dónaskapur, sem Íslendingum hefur verið sýndur síðustu áratugi. Allt er það í boði óviðurkvæmilegra kjósenda.