Gengi krónunnar féll ört í vikunni. Gott er, að innlenda skráningin nálgast þá erlendu. Tvöfalt gengi er í hæsta máta óeðlilegt. Seðlabankinn má ekki kasta peningum í að reyna að halda genginu uppi. Lágt gengi eflir útflutning og dregur úr innflutningi, flýtir fyrir lækningu efnahags okkar. Nær er fyrir bankann að að lækka forvextina, svo að atvinnulífið hressist við að nýju. Núverandi forvextir þjóna engum tilgangi, hvetja ekki einu sinni til innflutnings á fjármagni. Tregða bankans við að hjálpa krónunni er hins vegar engin meinloka. Við megum alls ekki fórna gjaldeyri í vonlaust stolt.