Hæstiréttur fríaði í gær barnaníðing frá fangelsi. Samt var viðurkennt, að hann framdi afbrot gegn tíu ára stúlku. Einnig var viðurkennt, að hún beið þess bætur, getur ekki sofið ein og hrapaði í námsárangri. Hæstiréttur viðurkenndi brotið. Samt sá hann ástæðu til að skilorðsbinda alla fjóra mánuðina, sem niðingurinn fékk í héraðsdómi. Hann þarf því ekki að sitja neitt inni, en verður að borga barninu 300.000 króna miskabætur, rúmlega mánaðarlaun. Þetta er Ísland í dag. Getur verið, að Hæstiréttur og þjóðin telji barnaníð vera þolanlegt?