Þótt mikið hafi verið byggt í Reykjavík á síðustu árum, hefur alls ekki verið byggt neitt fyrir fólk með lítil efni. Hér eru þó smíðuð og flutt inn smáhýsi, er kosta 25 milljónir króna. Milda þarf byggingareglur fyrir slík hús og hliðstæðar blokkaríbúðir til að spara kostnað. Borgin ber ábyrgð að mestu af íbúðaskortinum, því að hún býr til reglugerðir og gefur kost á lóðum. Hún á að hafa frumkvæði að samstarfi við ríkið, lífeyrissjóði og samvinnufélög um smíði og samsetningu húsa fyrir fátæka. Fráleitt er íbúðaleiga sé komin hátt yfir 200.000 krónur, þegar heildartekjur fátækra eru aðeins 250.000 krónur. Ætti að vera aðal kosningamálið.