Af ráðherrunum nýtur Björn Bjarnason minnstrar hylli samkvæmt skoðanakönnun Gallups, 24%. Fast á hæla honum með 26% kemur hinn nýi formaður Framsóknar, Jón Sigurðsson, sem fær enga hveitibrauðsdaga í því embætti. Engir ráðherrar eru vinsælir, en á toppnum er Geir Haarde með 56% vinsældir. Tveir aðrir ráðherrar ná helmingi atkvæða, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Siv Friðleifsdóttir. Lélega útkomu fær Valgerður Sverrisdóttir, ráðherra orkuvera, með 27%. Enginn ráðherra getur verið ánægður með útkomu sína í könnuninni og sízt þeir Björn og Jón Sigurðsson.