Alla mína starfsævi vakti athygli mína, hversu lygnir Íslendingar eru. Þeir horfa blákalt í augu þér og segja tóma lygi. Siðblinda lýsir sér til dæmis í, að engar íslenzkar innihaldslýsingar matvæla mælast réttar. Matvælastofnun segir ekkert kjöt vera í einum nautakjötsrétti. Þjóðrembingar segja samt, að úti í Evrópu sé gölluð skráning á innihaldi matvæla. Dæmigerð remba. Hef oft sagt, að ég trúi ekki orði af lýsingum íslenzkra matvæla og kaupi þau varla. Tel þau vera lið í almennri og gróinni siðblindu kúgaðra þræla. Hugsa um það eitt að grilla og græða. Flokkurinn og útrásin byggjast líka á mögnuðu siðblindunni.