Ekkert laust pláss

Punktar

Á útidyr betrunarhælis Evrópusambandsins hefur verið sett upp skiltið: “Ekkert laust pláss.” Eftir Rúmeníu og Búlgaríu verða ekki tekin inn fleiri ríki, fyrr en innri mál sambandsins verða löguð og sett upp stjórnarskrá. Balkanríkin, Tyrkland og Úkraína fá ekki að hefja samninga um aðild. Evrópa þarf fyrst að melta Mið-Evrópu, þar sem stjórnarfar er víða svo tæpt, að forsætisráðherra lýgur linnlaust frá morgni til kvölds, að eigin sögn. Því miður var nauðsynlegt að skrúfa fyrir frekari aðild fátækra og spilltra ríkja, sem eiga erfitt með að fara eftir ströngum reglum bandalagsins.