Þingmenn Pírata hafa lagt fram frumvarp um að ekki megi leggja lögbann á miðlun fjölmiðla án undangengins úrskúrðar héraðsdóms. Sýslumaður Sjálfstæðisflokksins á höfuðborgarsvæðinu hindraði Stundina í að birta áfram upplýsingar um fjárglæfra Bjarna Benediktssonar í aðdraganda bankahrunsins 2008. Sú ákvörðun sýslumanns var ruddaleg stíflun á tjáningarfrelsi og stendur enn. Tilgangur frumvarps Pírata er að tryggja, að ekki verði möguleiki fyrir lögbanns-krefjanda að stöðva miðlun fjölmiðils án aðkomu dómstóla. Fjölmiðlafrelsi er einn hornsteina lýðveldisins og virkar ekki, ef löglausir sýslumenn eru í þjónustu valdamesta bófaflokksins.