Ekkert Plan C

Punktar

Bezt er að velja orðrétt þá stjórnarskrá, sem fór um flott ferli þjóðfundar, stjórnlagaráðs og þjóðaratkvæðis um meginlínurnar. Hún er Plan A. Plan B er svo túlkun alþingisnefndar á síðasta kjörtímabili. Tekið var tillit til kvartana lögmanna, sem töldu sinn hlut rýran í fyrra verki. Útkoman var sögð efnislega samhljóða Plani A. Ég efast um, að það sé fyllilega rétt, en gæti sætt mig við hana, fæli það í sér víðari sátt. Hef þó ekki séð, hver væri sú víkkun á sátt. Það plan kom aldrei til atkvæða. Ekkert plan C er til. Ekki koma til greina þær nýju þrjár stjórnarskrárbreytingar, er gæta hagsmuna kvótagreifa og orkugreifa.