Hef aldrei talið skrif mín hafa neitt uppeldisgildi. Diplómatísk sjónarmið ráða engu um skrif mín. Hef til dæmis aldrei reynt að ljúga að fólki, að það sé fært um að taka þátt í lýðræði. Læt mér ekki detta slíkt í hug. Grikkir eru alltaf Grikkir, þótt þeir séu þvegnir með salmíaki. Og sama er að segja um okkur. Tugþúsundir skrifa undir áskorun um að lækka ekki auðlindarentu kvótagreifa. En fáir láta það hafa áhrif á hegðun sína í kjörklefanum. Því segi ég, að fífl kjósi bófa. Dæmin sanna það. Auðvitað er dónalegt að tala svona um fólk. En einhverjir þurfa að segja sannleikann um auma Íslendinga.