Fráleitt er, að nokkur skuld grátkórs sjávarútvegs sé afskrifuð í bönkum. Nema kvótanum verði skilað um leið til þjóðarinnar. Bankarnir voru allir endurreistir á kostnað þjóðarinnar. Einkum Landsbankinn, sem olli okkur IceSave-tjóninu og sem á mest af skuldum grátkórsins. Bankarnir mega ekki nota fé skattgreiðenda til að hygla grátkórnum. Kórfélagar afhendi ríkinu bara kvótann eða sæti ella gjaldþroti. Kvótinn gengur upp í skuld bankanna við ríkið og skattgreiðendur. Björgun kvóta úr gjaldþrota grátkór er bezta leið okkar til að endurheimta kvótann. Ekki afskrifa krónu að öðrum kosti.