Ekki bakvið eldavélina

Punktar

Guðni Ágústsson er góður húmoristi og vinsæll gestur á mannfagnaði. Orðtök hans hafa flogið víða og eru menn ekki á eitt sáttir um þau. Ferill hans sem pólitíkus og ráðherra er lakari. Lengst af sem landbúnaðarráðherra, þar sem hann hélt vörð um hagsmuni vinnslustöðva. Formaður flokksins var hann skamma hríð eftir hrunið og er það löngu gleymdur tími. Erfitt er að sjá fyrir sér erindi hans í stjórn borgar, sem Framsókn hefur alltaf óttast og hatað. Þar eru fáar kýr að kyssa, ef nokkrar. En vegir kjósenda eru órannsakanlegir og fylgja sjaldan rökum. Hlutskipti Guðna verður altjend ekki bakvið eldavélina.