Pólitíkusar vita, að þjóðin hafnar einkarekstri í heilsukerfinu. Aðeins 1-3% styðja hann. Því lofa allir flokkar fyrir kosningar að efla opinberan rekstur heilsukerfisins. Meira að segja er hægt að verðmeta, hvað fólk talar um. 86.761 manns skora á stjórnvöld að auka ríkisfé í heilsu úr 9% í 11% landsframleiðslu. Skýrara verður það ekki. Svo varð Óttarr Proppé heilsuráðherra. Hann efnir ekki loforðið, sveltir heilsustofnanir til að ná fé í einkarekstur. Skipar í staðinn nefnd, sem á að safna gögnum um málið. Á þeirri leið eru tvær stoppistöðvar: 5 ára sovétáætlun og fjárlög ársins. Verður ekki bara útskýrt sem heimska Proppés.