Ekki beðið um sterkan kall

Punktar

Í plöggum þjóðfundarins sé ég hvergi ósk um, að störf forsætisráðherra og forseta verði sameinuð. Þvert á móti er beðið um valddreifingu. Hingað til hafa forsætisráðherra og ráðuneytin haft ofurvald í ríkiskerfinu. Alþingi hefur bara verið afgreiðslustofnun. Auka þarf sjálfstæði þess og dómstóla. Alþingi fái skrifstofu fjárlagagerðar til sín og ráðherra hætti að skipa dómara. Flestir dómarar landsins eru því miður kvígildi Flokksins. Ekki er heldur í samræmi við viljann til valddreifingar, að forsætisráðherra verði kosinn beint. Við höfum séð of mikið af Davíð og öðrum sterkum pólitíkusum.