Ekki eldhaf á Klörubar

Punktar

Tugþúsundum saman hafa Íslendingar trúað, að eldhaf geisaði í Evrópu, þar væru hungursneyð og uppþot. Nema kannski á Klörubar og í nágrenni hans, þar sem Guðni heldur sig. Menn hafa trúað, að matur í Evrópu væri eitraður og mundi hingað kominn valda móðuharðindum. Áróðurinn gegn siðmenningunni í Evrópu hefur þó verið svo þrálátur og megn, að fólk er farið að fatta hið rétta. Það er, að innlendir hagsmunaaðilar vilja greiða laun í krónum og hafa tekjur í evrum. Til að hindra evruna borga þeir árlega tugi milljóna fyrir stjörnugalinn hatursáróður gegn aðild af Evrópusambandinu og evrunni.