Ekki er öll nótt úti enn

Punktar

Skekkjumörk í könnunum eru því áhrifameiri, sem flokkurinn er minni. Segjum, að skekkjumörkin séu fimm prósentustig. Flokkur, sem reiknast með 30% fylgi, gæti þá í raun verið einhvers staðar á bilinu 25% til 35%. Flokkur með 2% fylgi í könnunum gæti þá verið með frá 0% upp í 7%. Það þýðir, að hann getur komið mönnum á þing, ef skekkjan er í þá áttina. Píratar hafa mælst í 3,5%, enda hafa þeir verið ötulir í kosningabaráttunni. Kunna greinilega betur á pólitíkina heldur en til dæmis Lýðræðisvaktin, sem höktir enn. Þegar þessir og fleiri nýflokkar eru komnir vel á skrið, er ekki öll nótt úti enn.