Ekki er ráð nema í tíma sé tekið

Punktar

Málsvarar hrunverja gera því skóna, að sannleiksnefndin geti ekki komizt að nothæfri niðurstöðu. Viðskiptablaðið, Pressan og AMX fara þar núna fremst í flokki. Ýmist séu nefndarmenn vanhæfir eða þeir séu ólíklegir til að þola þrýsting almenningsálitsins. Mér skilst á slíkum fjölmiðlum, að nefndarmenn óttist um líf sitt fyrir almenningi, ef þeir úthrópi ekki Davíð og kompaní. Fjölmiðlarnir virðast því telja, að niðurstaða sannleiksnefndarinnar verði skjólstæðingum þeirra erfið. Þeir vilja segja fávísu fólki í tæka tíð, að ekkert verði að marka niðurstöðuna. Ekki er ráð, nema í tíma sé tekið.