Á fjölmiðlum er vart hægt að sjá nein tilþrif við að grafa upp sjónarmið í stöðu stjórnarmyndunar. Vitað er um ýmsa fýlu meðal þingmanna flokkanna, en fátt um viðhorf almennra flokksmanna. Sennilega finna þeir ekki orð til að lýsa þjáningum sínum á fésbók. Líklega tekst Benedikt Jóhannessyni og Óttarri Proppé að fela sig fyrir blaðamönnum. Slíkt hefur verið tízku í nokkur ár. Hvergi er viðtalið: „Ég kokgleypti allan pakkann“. Dauðaþögnin er einkennislýsing þess, að Viðreisn og Björt framtíð hafa fallið frá öllum helztu málum sínum. Kálið beizka er komið í ausuna og nú gildir að súpa á. Hver verða svo hóstaköstin, þegar kálið er sopið?