Ekki er talin ástæða

Punktar

Velferðarráðherra segir, að “ekki sé talin ástæða” til að herða reglur um vanheilagt samband lækna og lyfjaframleiðenda. Dæmigert orðalag ráðherra. “Ekki er talin ástæða”, segja þeir. Hver er það, sem telur? Ég þekki fjölda manns, sem telur, að herða beri reglur um þessa sambúð. Meira að segja veit ég um fjölda sérfræðinga, sem eru sama sinnis. Bækur hafa verið skrifaðar um mútur til lækna. Guðbjartur Hannesson talar stofnanamál, þegar hann segir, að “ekki sé talin ástæða” til að gera neitt í málinu. Ég tek ekki minnsta mark á honum. Enda ber honum að segja, hver lýgur þessari vitleysu að honum.