Ekki félagslegt úrræði

Punktar

Margir píratar hafa áhyggjur af opnu pírataspjalli sínu, þar sem óviðkomandi tröll og einæðingar fríka út. Telja það slæma kynningu á málstað pírata. Aðrir segja ópíratalegt að ritskoða efni. Mér finnst vera skylda sérhvers eiganda fésbókarveggs að ritstýra honum. Rugludallar geta hamast á eigin veggjum. Öðrum er ekki skylt að ljá þeim vinsælan hátalara. Mér reyndist vel að strika þar út þrjú tröll og tvo einæðinga. Þannig varð pírataspjallið mér nothæft. Eigendum þess ber að ritstýra því á einfaldan og auðskýranlegan hátt. Það er ekkert píratalegt við að hossa fíflum. Pírataspjallið er ekki félagslegt úrræði.