Myndin af löggurassi með skammbyssu í hulstri í Ljósavatnsskarði var áminning um, að reglur gilda ekki um löggur. Hún sagðist hafa gleymt að skila byssunni í þar til gerðan kassa í bílnum. Einmitt. Franska löggan var ekki fyrr búin að fá herlög vegna hryðjuverka íslamista en hún byrjaði að misnota þau á torgum úti gegn umhverfissinnuðum. Þannig er það alltaf alls staðar, löggan gengur lengra en reglur leyfa. Hún er löggan. Eins og með rafbyssurnar, sem voru búnar að drepa mörg hundruð manns í Bandaríkjunum áður en löggan fór að viðurkenna, að þær væru banvænar. Við eigum ekki að framleiða vanda með auknum lögguheimildum.