Guðni Ágústsson ríður mögrum hesti frá ýfingum sínum við Davíð Þór Jónsson. Guðna fer betur að vera glaður og reifur. Fer verr að vera vælukjói, sem nuddar utan í vinnuveitanda til að fá hann til að reka starfsmann. Enda tók biskupinn yfir Íslandi, Agnes M. Sigurðardóttir, ekki mark á volæði Guðna. Þeir, sem stinga höfðinu út um gluggann í pólitíkinni, verða að reikna með gusti og ágjöf. Fremsti framsóknarmaður sögunnar hefði ekki grátið svona, sjálft átrúnaðargoð Guðna. Þegar upplýst var, að Gunnar á Hlíðarenda hefði verið hommi, var Guðna brugðið. Gamansemi hans er síðan af skornum skammti.