Ekki má kenna Guði almáttugum um, að bankarnir urðu að skrímsli, sem kostaði þjóðina hundruð milljarða. Þar að baki voru mannanna verk og verkleysi. Fólk bullar samt um, að “ekkert hafi verið hægt að gera” í aðdraganda hrunsins. Þvert á móti var hrunið framleitt. Bankarnir voru einkavinavæddir og gefnir bófum til ráðstöfunar. Á oddinn var sett útúrdópuð öfgastefna um, að bankar ættu sjálfir að annast eftirlitið. Með skipun öfgamanna í Fjármálaeftirlitið og Seðlabankann var eftirlit ríkisins gelt. Hámark vitleysunnar var að leyfa Davíð Oddssyni að skafa Seðló að innan og gera hann tæknilega gjaldþrota.