Fyrning aflaheimilda er eitt af meginmarkmiðum ríkisstjórnarinnar. Með henni á þjóðin að geta endurheimt eign sína af kvótakóngunum. Þeir stálu eigninni og veðsettu hana. Jón Bjarnason sjávarútvegsráðherra gróf undan samkomulagi ríkisstjórnarinnar um þetta með svokölluðum sáttafarvegi. Rétt eins og hægt væri að semja við grátkór kvótakónganna um eitthvað annað en fyrningu. Nú virðist Jón hafa séð villu síns vegar. Hefur lagt fram lagafrumvarp um lítið skref í átt til fyrningar. Vonandi heldur hann svo áfram að fylgja stefnu ríkisstjórnarinnar. Vonandi hlustar hann ekki meira á grátkórinn illræmda.