Rendi tuðar enn um, að lekinn um hugbúnaðarkaup sé óþolandi. Tuðar enn um, að formaður fjárlaganefndar hefði átt að rukka sig oftar um skýrsluna. Hann er svo forstokkaður, að hann segir ekki af sér. Í hans augum snýst málið um vondan sögumann ótíðinda og um vondan þingmann, sem ekki hafi vakið sig af værum svefni á réttum tímum. Rendi getur ekki hugsað sér, að hann hafi gert neitt af sér. Allt er öllum að kenna öðrum en honum sjálfum. Og þetta er eftirlitsmaður Alþingis með fjárreiðum ríkisins. En hann er ekkert einsdæmi. Ríkiskerfið er samvalið lið andverðleika, einkum frá tíma Davíðs Oddssonar.