Í ríkisstjórn verja vinstri græn þjóðina ekki fyrir hrægömmunum, sem ásælast auðlindir hennar. Þegar svo illa er komið, sé ég lítinn mun á þeim flokki og Sjálfstæðisflokknum. Eini munurinn er, að vinstri græn bera ekki sök á hruni eins og Sjálfstæðisflokkurinn. En nú hafa vinstri græn verið í ríkistjórn í meira en ár og geta ekki lengur þótzt vera hreinar meyjar. Engar nothæfar skýringar hafa fengizt, hvernig í ósköpunum flokknum tókst að klúðra Magma. Þar eignaðist lygari og hræfugl orku Reykjaness án útborgunar. Á vaktinni hjá vinstri grænum. Það er von, að þjóðin flykkist í faðm Bezta flokksins.