Vinstri grænir eru orðnir að örflokki, firrtir vinsældum og trausti. Við slíkar aðstæður hneigjast flokkseigendur að innanflokksvanda. Þeir gefast upp við að reyna að afla flokknum breiðs fylgis. Einbeita sér fremur að völdum í flokknum sjálfum. Mannkynssagan segir okkur, að menn vilja oftast heldur vera kóngar í krummaskuði en almúgi í heimsveldi. Þess vegna eru Steingrímur J. Sigfússon og Árni Þór Sigfússon orðnir vænisjúkir. Þeir telja Guðfríði Lilju Grétarsdóttur ógna sér og eignarhaldi sínu á flokknum. Engin merki eru um, að flokkurinn hyggist gera sig að söluhæfri vöru í pólitík.