Ekki lögformleg leið

Punktar

Í vor gerði ég lista yfir Newspeak valdhafanna, sem snúa öllu á haus. Hafa gert lygina að leiðtoga lífs síns. Síðan komu fleiri nýyrði í sarpinn. Dásamlegust eru orðin um vopnasmygl forstjóra landhelgisgæzlunnar. Það heitir á Newspeak: „Ekki flutt inn með lögformlegum leiðum“. Annað skemmtilegt nýyrði er frá SDG í gær: „Ég hef efnt öll loforð“. En hér er listinn:
„Tafarlaust“ þýðir: kannski einhvern tíma.
„Bein útlending“ þýðir: niðursoðin útsending.
„Ekki einkavæðing“ þýðir: einkavinavæðing.
„Ómöguleiki“ þýðir: óþægindi.
„Óframfylgjanleiki“ þýðir: pirringur.
„Heiðarleiki“ þýðir: svikið kosningaloforð
„Varnagli“ þýðir: svikið kosningaloforð.
„Vanda þarf umræðuna“ þýðir: haltu kjafti.
„Vangaveltur“ þýða fjárlög,
„Kosningaloforð“ þýða vangaveltur.
„Strax“ þýðir: aldrei.
„Auðvelt“ þýðir: óframkvæmanlegt.
„Þjóðarsátt“ þýðir: gerræði ráðherra.
„Friðlýsing“ þýðir: fjölgun virkjanakosta.
„Hagræðing“ þýðir: niðurskurður.
„Samstaða“ þýðir: hlýðni.
„Verður varin“ þýðir: lögð niður.
„Óhefðbundinn“ þýðir: lyginn Frosti.
„Hugsar upphátt“ þýðir: lygin Vigdís.
„Tékki í pósti“ þýðir: nefndir & engar efndir.
„300 milljarðar“ þýðir: reiknivél
„Reiknivél“ þýðir: stærsta upplýsingaverkefni sögunnar
„Vondir vogunarsjóðir borga“ þýðir: þú borgar
„Sýnum pínu mannúð og mildi“ þýðir: spörkum í hælisleitendur
„Það er skylda okkar“ þýðir: við komumst upp með það
„Nú er það svo“ þýðir: ég vildi að það væri svo
„Samkvæmt alþjóðaskuldbindingum“ þýðir: gerræði mitt
„Róttæk rökhyggja“ þýðir: stjórnlaust bull
„Hagsmunaaðilar“ þýðir: almenningur
„Heimsmet“ þýðir: vanefnt kosningaloforð
„Forsendubrestur“ þýðir: ég borga ekki
„Almenn aðgerð“ þýðir: sértæk aðgerð fyrir ríka
„Starfsgetumat“ þýðir: lækkun örorkubóta
„Var í doktorsnámi“ þýðir: náði ekki prófum
„Skipulagshagfræðingur“ þýðir: SDG viðskiptafræðingur
„Rekstrarhagfræðingur“ þýðir: Frosti viðskiptafræðingur
„Ánægð með mótmæli“ þýðir: ekki verður tekið mark á þeim.
„Spilahöll“ þýðir: spilavíti
„Atvinnulífsfélagsfræði“ þýðir: pylsusala í Skagafirði
„Skuldaleiðrétting“ þýðir: millifærsla
„Heimilin í landinu“ þýðir: heimili tekjuhárra
„Samtök atvinnulífsins“ þýðir: félag pilsfaldakapítalista
„Framsókn“ þýðir: flokkur afturkarla
„Hagvöxtur“ þýðir: meira brask
„Sjávarútvegurinn“ þýðir: kvótagreifar
„Launaleiðrétting“ þýðir: launahækkun
„Hagsmunaverðir svartnættisins“ þýðir: þeir sem gagnrýna SDG
„Skattalækkun“ þýðir: lækkun skatta hinna ríkustu
„Einföldun skattakerfisins“ þýðir: lækkun hæsta þrepsins
„Málfrelsi í hættu“ þýðir: lygar forsætisráðherra eru gagnrýndar
„Í þjóðarþágu“ þýðir: í þágu kvótagreifa og vinnslustöðva
„Evran er á síðasta snúningi“ þýðir: hækkandi gengi evrunnar
„Eitraður matur frá Evrópu“ þýðir: ódýrari og hollari matur
„Stenzt vart gæðakröfur háskólans“ þýðir: Vigdís stenzt vart gæðakröfur
„Staðreyndirnar hafa breytzt“ þýðir: ég þurfti að ljúga
„Fyrir fólk sem þarf að lita hárið sjálft“ þýðir: óþörf aðgerð
„Hrægammar“ þýðir: skattgreiðendur og séreignarsparendur
„Fara á svig við sannleikann“ þýðir: ljúga
„Skattaundanskot“ þýðir: skattsvik
„Réttlæti“ þýðir: ríkir fá sama skuldaafslátt og fátækir
„Leiðrétting“ þýðir: íslenzka krónan virkar ekki
„Hagsmunir Íslendinga“ þýðir: hagsmunir kvótagreifa og vinnslustöðva
„Þú hefur ekki kynnt þér málið“ þýðir: ég hef ekki skárri rök
„Svo því sé haldið til haga“ þýðir: nú ætla ég að ljúga
„Upplýsingar um stöðu mála“ þýðir: rógur um hælisleitanda
„Stækkun friðlands“ þýðir: virkjun í friðlandi
„Afhendingaröryggi til almennings“ þýðir: risaturnar vegna álvera
„Ekki loforð um þjóðaratkvæði“ þýðir loforð um þjóðaratkvæði
„Ekki meiðandi leki“ þýðir: rógur um hælisleitanda
„Samantekt“ þýðir: minnisblað
„Ekki boðsferð“ þýðir: boðsferð
„Orð þín dæma sig sjálf“ þýðir: ég gefst upp
„Hið fornkveðna“ þýðir: hugdetta mín
„Fer eftir lögum“ þýðir: brýtur verklagsreglur
„Ég vísa þessu til föðurhúsanna“ þýðir: ég hef engin rök
„Ég vona að sátt verði um það“ þýðir: ég rek það ofan í kok á þér
„Bara formsatriði“ þýðir: landslög
„Auðgunarbrot“ þýðir: rán, þjófnaður
„Ég hef efnt öll loforð“ þýðir: ég hef ekki efnt eitt einasta loforð
„Við þurfum að hagræða á öllum sviðum“ þýðir: við hagræðum sannleikanum
„Ekki flutt inn með lögformlegum leiðum“ þýðir: smyglað