Björn Bjarnason ráðherra vinnur heimavinnuna illa, þótt hann nenni að glugga í fortíðina. Hann telur mig hafa notað misjafna túlkun á orðinu fasismi. Björn gat þess ekki, að í síðara tilvikinu vitnaði ég í skoðun nafngreinds álitsgjafa, Naomi Wolf. En Björn getur áreiðanlega fundið rétt dæmi um misjafna túlkun mína á hugtökum. Allir, sem vilja finna misræmi hjá mér, geta fundið það í aldarþriðjungi af ritferli mínum, sem er sýnilegur á jonas.is. Þar má örugglega finna margfalt misræmi skoðana. Skoðanir eiga að hníga til og frá, þótt skoðanir Björns geri það aldrei.