Fanney Björk Ásbjörnsdóttir sýktist á Landspítalanum af lifrarbólgu C fyrir 33 árum. Mistök spítalans valda því að hún hefur verið sárlasin síðan. Fær samt ekki að nota dýrasta og bezta lyfið, sem notað er á Norðurlöndum. Ekki er pláss á fjárlögum! Kristján Þór, sem hannaði plássleysið, ypptir öxlum, talar um lög og reglur. Eins og Fanney Björk sé pakki í vörugeymslu. Ríkið á mistökin og á að borga fyrir þau. Ekki smíða fjárlög til að vitna í eins og guð almáttugan. Ráðherrann smíðaði ruglið sjálfur. Hljópst undan velferð í heilsu fólks. Veltir ábyrgð á eigin mistökum yfir á grandalausa. Burt með Kristján Þór Júlíusson.