Stefna Pírata er hugsuð frá grunni í málefnanefndum. Hafa þróað mál, sem aðrir flokkar hafa lítið fjallað um. Til dæmis réttindi höfunda. Sum málin hafa fengið norræna eða sósíaldemókratíska niðurstöðu. Ekki vegna Samfylkingarinnar, heldur vegna þess að norræna og þýzka velferðarkerfið eru heillandi og í samræmi við hug og hjörtu fólks. Þótt stefna Pírata sé í sumu hliðstæð stefnu Samfylkingarinnar, er hún ólík í öðrum atriðum. Samfylkingin er frekar stjórnlynd, en Píratar eru frekar frjálslyndir. Að sumu leyti standa þeir nær Viðreisn en Samfylkingunni. Of mikið er gert úr spegilmyndum í samanburði á Samfylkingunni og Pírötum.