Sex prósent atlaga félagsmálaráðherra að velferðinni í landinu væri þolandi, ef meira væri skorið af léttvægari þáttum. Fólk skilur, að meira þarf að spara til að brúa fjárlagahalla ríkisins. En fólk telur jafnframt, að ekki hafi verið nóg að gert á öðrum sviðum. Til dæmis má minnka ríkisframlög til stjórnmálaflokka um helming. Minnka sjálftekin eftirlaun Davíðs og Halldórs um helming. Fækka sendiherrum Davíðs um helming. Afnema Útlendingastofnun, miðstöð íslenzkrar mannvonzku. Opna í staðinn símsvara, sem segir “nei”. Afnema Persónuvernd, sem í reynd er auðmannavernd og leyndarskjalavernd.