Hver bloggarinn á fætur öðrum lagðist undir feld um helgina út af IceSave. Þar á meðal Mörður Árnason og Teitur Atlason. Hafa birt okkur sálarangist sína, komizt að þeirri niðurstöðu, að enginn kostur sé skárri en samningur. Þótt hann sé vondur, sé ekki völ á neinu betra. Ég virði það sjónarmið, sé ekki neitt plan B í stöðunni. Samt get ég ekki fallizt á samninginn. Hann er siðlaus og illur, er ekki samningur, heldur úrslitakostir, skilyrðislaus uppgjöf. Við kunnum að verða að þola þessa uppgjöf, en við þurfum ekki að skrifa upp á hana. Byrjum á að fella samninginn og sjáum svo hvað setur.