Er ekki sósíalisti, þótt ég vilji efla velferð. Lít ekki á átökin í samfélaginu sem vinstri-hægri stríð. Pólitíkin skiptist samt í tvennt. Annars vegar bófarnir, sem efla auðgreifa á kostnað smælingja. Hins vegar heiðarlegir, sem vilja frelsi, jöfnuð og bræðralag. Því vil ég skattleggja sérleyfi til fiskveiða og hátekjur. Þess vegna vil ég hækka útgjöld til heilbrigðismála í 11% eftir forskrift Kára Stefánssonar. Því vil ég jafnsetja öryrkja, öldunga og sjúklinga við annað fólk. Þess vegna vil ég hafa heilsu, skóla ókeypis og vel launaða kennara. Þetta kemur ekki hægri-vinstri við. Heldur er þetta bein afleiðing heilbrigðrar hugsunar.