Ekki þjórfé lengur

Punktar

Meistarakokkurinn Thomas Keller á Per Se hefur valdið fjaðrafoki í New York með því að afnema þjórfé og bæta í staðinn prósentu á reikninginn eins og í Evrópu. Sáran kvarta frjálshyggjumenn og segja sósíalisma þannig ryðja auðhyggju úr vegi. Rannsóknir hafa hins vegar sýnt, að upphæð þjórfjár er ekki í neinu sambandi við meint gæði þjónustunnar. Steven A. Shaw segir í New York Times, að þjónusta sé betri á stöðum með fastri prósentu í París en á þjórfjárhúsum Manhattan og að hún sé tiltölulega góð á MacDonalds, þótt þar sé ekki leyft að taka við þjórfé.