Ekki virkja ríkisábyrgð

Punktar

Ógerlegt er að standa til skiptis í samningum við útlönd og þjóðaratkvæðum um niðurstöður samninga. Nú hefur verið farinn einn hringur og annar verður ekki farinn. Þetta er þegar orðið að skrípaleik, þar sem enginn útlendingur vill taka þátt. Ríkisstjórnin segist ætla að reyna að róa útlendinga. Halda fram, að Ísland standi við skuldbindingar sínar. En það vilja Íslendingar einmitt ekki gera. Ég tel óráðlegt, að Steingrímur virki ríkisábyrgðina með undirskrift sinni. Hann getur ekki einn tekið á sínar herðar að standa gegn vanþroska þjóð, sem þjáist af þjóðrembu og vænisýki, afneitun og heimsku.