Eldhús sjónhverfingamanna

Punktar

Samkvæmt stjórnarandstöðu Sjálfstæðis og Framsóknar er hægt að leysa vanda þjóðarinnar með einu pennastriki. Með því að lækka skatta. Þannig má efla  hag heimilanna og auka félagslega velferð, til dæmis bjarga Landsspítalanum. Allt með því að lækka skatta. Einkum lækka skatta á auðfólk og fyrirtækja sem veiða í þjóðareign sjávarins, svo og stimpilgjöld og vörugjöld. Samkvæmt löngu hrakinni kenningu frjálshyggju um, að lækkun skatta fylli ríkissjóð. Á eldhúsdegi alþingis var þetta allt svona einfalt. En Sigmundur Davíð tekur sig bezt út í gervi sjónhverfingamanns við að draga kanínur upp úr hattinum.