Eldræða ráðherrans

Punktar

Innanríkisráðherra okkar öskraði eldræðu fullur hneykslunar í hátalara við bandaríska sendiráðið. Á sama var lögregla hans að vísa þremur útlendingum úr landi með valdi. Samt sýnir fyrri reynsla, að þeirra bíða erfið örlög í heimalandinu eftir millilendingu í Noregi. Hneykslun ráðherrans snýst bara um gerðir Ísraels og Bandaríkjanna, en ekki um valdsvið Ögmundar Jónassonar. Betra hefði verið, að einhver annar hefði flutt eldræðuna við sendiráðið, með hreina samvizku. Hræsni, skrum og yfirdrep eru einkenni hins vestræna heims. Verst er í Bandaríkjunum og Ísrael, en hér leynist líka skíturinn.