Ríkisstjórn og alþingi stuðluðu að úreldingu krónunnar með því að banna hana í utanríkisviðskiptum. Stíga má fleiri skref, banna krónuna á ýmsum sviðum innanlands. Þannig færumst við inn í evruna án þess að gera það. Með því að hvetja til notkunar erlendra gjaldmiðla á ýmsum sviðum. Þannig tökum við ekki einhliða upp evru, heldur liðkum til fyrir frjálsari notkun gjaldmiðla. Þannig verðum við hnattvænni. Lífeyrissjóðir gætu til dæmis farið að borga mér og öðrum ellismellum í evrum. Eða svissneskum frönkum. Það mundi gleðja alla málsaðila. Drepum krónuna með þúsund nálastungum, það er ljúfa leiðin.