Elsku bezta Jóhanna

Punktar

Jóhanna Sigurðardóttir hefur fengið uppreisn æru eftir stanzlaus svigurmæli í sex ár. Nær hálf þjóðin telur hana hafa staðið sig bezt allra forsætisráðherra síðustu áratugi. Margfalt hærra hlutfall en þeirra, sem næstir komu, svo sem núverandi forsætis, sem er við botninn. Þetta er samkvæmt skoðanakönnun Gallup fyrir Vikuna, sjónvarpsþátt Gísla Marteins. Jóhanna var við völd eftir hrunið og stýrði þá upprisu okkar. Mikil og erfið þrautaganga, sem hafðist þó. En hún gaf sér lítinn tíma til að dekstra fólk og var ekki hátt skrifuð undir lokin. Hviklynd þjóð hefur loksins séð ljósið og kann að meta Jóhönnu að verðleikum.