Útlendingar eru ekki dómbærir um borgarskipulag í Reykjavík, af því að þeir hafa ekki séð það eða reynt eða lifað. Þeir hafa bara séð miðbæinn og umferðaræðarnar. Alls engin rök eru fyrir því, að borgin eigi að vera evrópsk. Hér þurfti aldrei að troða öllum inn fyrir borgarmúra. Fólkið elskar að búa í úthverfum og eiga bíla og eigin garð. Það er hrein meinsemi að leggjast gegn úthverfum og bílum og reyna að troða fólki í hverfi 101. Menntavitar mega búa þar, en eiga ekki að troða lífsmynztri sínu upp á fólk, sem reytir arfa og nennir ekki að sækja kaffihús eða ölstofur að staðaldri.